,

Steinefni


Steinefni eru ólífræn efni sem varðveitast í því formi sem þau koma í. Hitun og ljós hafa ekki áhrif á þau og breytast ekki við meltingu né við upptöku í líkamanum. Þetta á einnig við um snefilefni. Steinefni eru þau efni sem líkami okkar þarf í meira magni en 100 milligrömmum á dag meðan snefilefni eru þau efni sem við þurfum minna en 100 milligrömm á dag. Steinefni gegna mikilvægu hlutverki í líkamanum: til að byggja upp sterk bein og tennur og til að stjórna vökvajafnvægi líkamans. Einnig taka steinefnin þátt í efnahvörfum sem umbreyta næringarefnum sem við borðum í orku.

Steinefnin eru yfir tuttugu, en þau helstu eru:

 • Kalk
 • Járn
 • Magnesíum
 • Fosfór
 • Kalíum
 • Natríum
 • Kopar
 • Króm
 • Flúor
 • Joð
 • Selen
 • Sink