,

Selen

(Selenium)

Selen er snefilefni sem er skilgreint sem andoxunarefni og tekur þátt í efnaskiptum skjaldkirtilshormónsins tíroxíns. Selen er til staðar í jarðvegi í mismunandi magni og því er magn þess í korni og dýraafurðum (háð fóðri) misjafnt milli landsvæða. 

Uppspretta: Fiskur og annað sjávarfang, egg og innmatur. Korn og grænmeti ræktað á norðurlöndum (fyrir utan Finnland) og Norður Ameríku er alla jafna selenríkt. 

Selenskortur: Selenskortur getur valdið stækkun á hjartavöðva sem hefur aðallega áhrif á börn og ungar konur. Þessi sjúkdómur kallast Keshan sjúkdómur og er kenndur við hérað í Kína þar sem selenskortur var mikill. Selenskortur getur einnig valdið sjúkdómi í beinum og liðum (Osteoarthropathy). Ef bæði joð- og selenskortur er til staðar þá getur það dvergvexti hjá börnum og skertum heilaþroska (cretinism).

Seleneitrun: Eitrun er sjaldgæf hjá mönnum en hefur sést hjá dýrum. Eitrun veldur ógleði og uppköstum. Háir skammtar af seleni geta valdið afmyndun og missi á hári og nöglum. Einnig geta háir skammtar valdið tauga- og lifrarskemmdum. 


Ráðlagðir dagskammtar* á Íslandi: 
Börn 6-11 mán 15 µg 
Börn 12-23 mán 20 µg 
Börn 2-5 ára 25 µg 
Börn 6-9 ára 30 µg  
Strákar 10-13 ára 40 µg
Karlar ≥14 ára 60 µg
Stelpur 10-13 ára 40 µg 
Konur ≥ 14 ára 50 µg 
Konur á meðgöngu 60 µg
Konur með barn á brjósti 60 µg 

* Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS ekki alltaf sagt  til um einstaklingsbundnar þarfir.