,

Mangan

(Manganese)

Mangan er snefilefni sem tekur þátt í orkuhvörfum líkamans. Mangan er helst að finna í beinum, lifur, brisi og nýrum. Mangan er hjálparefni fyrir ensím og tekur þátt í myndun kólesteróls, próteina og efna sem finna má í liðvökva og slími. Kalk sem bætiefni getur haft neikvæð áhrif á frásog mangans. Mikil inntaka á mangan getur haft neikvæð áhrif á járnupptöku í líkamanum.

Uppspretta: Heilkorn, hnetur, laufgrænt grænmeti og te. 

Manganskortur: Skortseinkenni í mönnum eru óþekkt en hjá dýrum koma þau fram í vaxtarskerðingu og aflögun beina. Einnig sést í dýramódelum að manganskortur hefur áhrif á efnaskipti fitu og kolvetna. 

Manganeitrun:  Mangan sem við fáum úr fæðu veldur ekki eitrunareinkennum. Mangan í andrúmslofti getur valdið geðrænum aukaverkunum og haft áhrif á taugakerfið. 

Aukaverkanir: Óþekktar fyrir utan eiturverkanir. 

Ekki eru til ráðlagðir dagskammtar fyrir mangan.