,

Magnesium

(Magnesium)

Mestur hluti magnesíums er að finna í beinum og vöðvafrumum líkamans. Magnesíum tekur meðal annars þátt í beinamyndun, byggingu prótein, vöðvasamdrætti, myndun erfðaefnis og efnaskiptum líkamans. 

Uppspretta: Magnesíum er að finna í laufgrænu grænmeti, baunum, heilkornavörum, hnetum, dökku súkkulaði og kaffi. Vatn getur innihaldið magnesíum en það fer þó eftir því hvaðan vatnið kemur (svo kallað hart vatn inniheldur meira af magnesíum en mjúkt vatn). 

Magnesíumskortur: Skortur á magnesíum er sjaldgæfur en getur leitt til vandamála tengdum vöðvum sem getur leitt til skertrar hreyfigetu, vöðvakippa/krampa og hjartsláttaróreglu. Hjá börnum getur skortur valdið vaxtarskerðingu. 

Aukaverkanir: Getur valdið niðurgangi. Engar aðrar aukaverkanir þekktar.

Einstaklingar með nýrnasjúkdóma eða hjartasjúkdóma ættu ekki að taka inn magnesíum nema að höfðu samráði við lækni.

Ráðlagðir dagskammtar* á Íslandi:

Ungabörn 6-11 mán 80 mg 
Börn 12-23 mán 85 mg 
Börn 2-5 ára 120 mg 
Börn 6-9 ára 200 mg 
Strákar 10-13 ára 280 mg 
Karlar ≥14 ára 350 mg 
Stelpur ≥10 ára 280 mg 
Konur á meðgöngu 280 mg 
Konur með barn á brjósti 280 mg

* Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS ekki alltaf sagt  til um einstaklingsbundnar þarfir.