,

Króm

Króm er snefilefni sem líkaminn frásogar í litlu magni úr fæðunni. Talið er að króm sé mikilvægt hjálparefni fyrir virkni insúlíns í líkamanum. Króm tekur því þátt í blóðsykursstjórnun og er talið stuðla að eðlilegum efnaskiptum orkuefnanna.

Uppspretta: Kjöt, fiskur, heilkornavörur, hnetur, baunir og krydd.

Skortur:
Fá dæmi eru um skort á krómi en dýrarannsóknir benda til þess að skortur valdi hækkuðum blóðsykri, insúlínónæmi, vaxtarskerðing og hækkaðri blóðfitu. 

Eitrun:
Háir skammtar af krómi geta haft áhrif á taugakerfið, valdið nýrnaskaða og eru mögulega krabbameinsvaldandi. 

Ekki eru til ráðlagðir dagskammtar fyrir króm.