,

Kopar

Kopar er steinsnefilefni sem er nauðsynlegt líkamanum í mjög litlu magni. Kopar tekur þátt í orkuefnaskiptum líkamans og myndun stoðvefs. Kopar er líka andoxunarefni sem ver gegn frumuskemmdum.

Uppspretta: Kopar finnst í lifur, kornvörum, kjöti, súkkulaði, þurrkuðum ávöxtum, sveppum, tómötum, bönunum og kartöflum. 

Skortur: Er mjög sjaldgæfur enda eru margar fæðutegundir sem innihalda kopar. Helstu einkenni eru blóðleysi og litabreytingar á hári og húð. Hjá börnum hefur skortur valdið viðvarandi niðurgangi.

Eitrun: Einkenni eitrunar eru frá meltingavegi eins og uppköst og niðurgangur. Kopareitrun getur einnig valdið lifrarskemmdum.

Aukaverkanir: Mjög fáar eða litlar, en kopar getur samt valdið oxun í líkamanum. Háir skammtar af C-vítamíni og sinki geta dregið úr frásogi á kopar í líkamanum.

Ráðlagðir dagskammtar* á Íslandi: 

Börn 6-11 mán. 0,3 mg 
Börn 12-23 mán 0,3 mg 
Börn 2-5 ára 0,4 mg 
Börn 6-9 ára 0,5 mg 
Unglingar 10-13 ára 0,7 mg 
Konur og karlar > 13 ára 0,9 mg 
Konur á meðgöngu 1,0 mg 
Konur með barn á brjósti 1,3 mg

* Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS ekki alltaf sagt  til um einstaklingsbundnar þarfir.