,

Fituleysanlega vítamín

Munurinn á fitu- og vatnsleysanlegum vítamínum byggir helst á leysanleika vítamína, hvernig líkaminn frásogar vítamínin, flutning þeirra innan líkamans og geymslu. Fituleysanleg vítamín finnast helst í feitum matvörum og má þar til dæmis nefna mjólkurvörur, olíur, dýrafitu og feitan fisk. Fituleysanleg vítamín eru geymd í líkamanum og hægt að nota síðar. Það er ástæðan fyrir því að þó einstaklingar neyti ekki fituleysalegra vítamína á hverjum degi, kemst líkaminn af þó hann þarfnist þeirra til daglegra starfa. Þessi uppsöfnun gerir það þó að verkum að vítamínin geta safnast upp í of stórum skömmtum og á líkaminn erfiðara með að losa sig við þau heldur en vatnsleysanlegu vítamínin.