,

E vítamín

(Alfa-tocopherol)

E-vítamín er samheiti yfir margar gerðir af tókóferólum en alfa-tókóferól er eina formið sem mannfólkið getur nýtt. E-vítamín er andoxunararefni sem kemur í veg fyrir myndun óæskilegra efna (ROS) þegar fita oxast (þránar). Þess vegna er E-vítamín notað sem þráavarnarefni í sum fiturík matvæli eins og lýsi. E-vítamín verndar einnig gegn frumuskemmdum sem geta komið til vegna efnahvarfa í líkamanum eða utanaðkomandi áhrifa vegna reykinga og mengunar. 
Frumu- og dýrarannsóknir sýna að E-vítamín hefur gagnleg áhrif á ónæmiskerfið, vinnur gegn blóðtappamyndun og sýni bólgueyðandi áhrif. Þessi áhrif hafa þó ekki verið staðfest í mönnum.

Mikil hitun á matvælum getur dregið úr E-vítamín magni þeirra. Skortur á E-vítamíni er sjaldgæfur nema ef fituupptaka er skert. Langvarandi skortur getur valdið taugavandamálum og haft á vöðvasamhæfingu og sjón.

Uppspretta: Jurtaolíur, jurtaviðbit, eggjarauða, gróft mjöl, grænmeti t.d. avókadó, hnetur, fræ og sojabaunir. 

E-vítamín skortur: Lítt þekktur hjá fullorðnum og kemur helst fram í tengslum við sjúkdóma. Skortur lýsir sér einna helst í fækkun rauðra blóðkorna og getur til dæmis gerst hjá fyrirburum. 

E-vítamín eitrun: E-vítamín eitrun er ekki algeng en vísbendingar eru um að háir skammtar geti aukið líkur á heilablæðingum. Efri mörk öruggrar neyslu eru sett við 300 mg á dag ef tekið er í töfluformi eða neytt frá vítamínbættum matvælum.

Milliverkanir: E-vítamín ætti ekki að taka inn með blóðþynningarlyfjum vegna aukinnar blæðingarhættu. Járn, laxerolía og paraffínolía draga úr frásogi E-vítamíns frá meltingarvegi.

Ráðlagðir dagskammtar: 

Börn 6-11 mán 3 mg 
Börn 12-23 mán 4 mg 
Börn 2-5 ára 5 mg 
Börn 6-9 ára 6 mg 
Börn (kk) 10-13 ára 8 mg 
Karlar ≥ 14 ára 10 mg 
Börn (kvk) 10-13 ára 7 mg 
Konur ≥14 ára 8 mg 
Konur á meðgöngu 10 mg 
Konur með barn á brjósti 11 mg