,

B vítamín

B-vítamín er flokkur vítamína sem samanstendur af 8 mismunandi B-vítamínum. Þau eru B6 (Pýridoxín) , B12 (Kóbalamín), þíamín, ríbóflavín, níasín, bíótín, fólat og pantótenatsýra. B-vítamín eru vatnsleysanleg og viðkvæm fyrir mikilli hitun. Hlutverk og mikilvægi þessara B-vítamína í líkamanum eru misjöfn og er best að skoða hvert fyrir sig til þess að fá nánari upplýsingar. 

Fólat er mikilvægt fyrir konur á barneignaraldri þar sem það getur dregið úr hættu á alvarlegum skaða á miðtaugakerfi fósturs. Fólinsýra er tilbúið form vítamínsins og mælir embætti landlæknis með því að taka það sem bætiefni daglega. Þannig er íslenskum konum, sem geta orðið barnshafandi, ráðlagt að taka daglega 400 míkrógrömm (µg) fólat, ásamt því að borða fólatríka fæðu á borð við hnetur, baunir og grænmeti. 

Grænmetisætur sem hvorki borða kjöt né mjólkurafurðir geta átt á hættu að þjást af skorti á B12-vítamíni. Mikilvægt er að fólk sem ekki neytir þessara fæðutegunda taki B12-vítamín eða borði kornmeti með viðbættu B12-vítamíni. Vegna þess hvað lifrin er fær um að geyma mikið B12 getur það tekið 3-5 ár fyrir skortseinkenni að koma fram.

Hér getur þú skoðað virkni hvers B vítamíns fyrir sig