,

Snefilefni

Snefilefni finnast í mörgum fæðutegundum, bæði úr jurta og dýraríkinu. Þessi næringarefni spila hlutverk í stjórnun og uppbyggingu líkamans. Helsti munur á steinefnum og snefilefnum er að ráðlagðir dagskammtar að snefilefnum er minni en steinefna og heildarmagn þeirra er undir 5 grömmum. Snefilefnin eru yfir tíu talsins og þurfum við mismikið magn af þeim, sum snefilefni fyrirfinnast einungis í mjög litlu magni í líkamanum og ekki er vitað hvort þau séu okkur lífsnauðsynleg.