,

Sink

(Zinc)

Sink er mikilvægur partur af mörgum efnaferlum líkamans og styður meðal annars við frumuskiptingar og DNA myndun. Þetta næringarefni er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, frjósemi og sjón og styður við eðlilegan vöxt fósturs á meðgöngu og hjá börnum og unglingum.

Uppspretta: Kjöt, mjólk, mjólkurvörur og heilkornavörur

Sink skortur: Getur valdið vaxtarskerðingu, seinkuðum kynþroska, hármissi og hegðunarvandamálum.

Sink eitrun: Háir skammtar af sinki geta haft áhrif á efnaskipti kopars í líkanum og valdið koparskorti. Einnig geta háir skammtar haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið og blóðfitur.

Ráðlagðir dagskammtar* á Íslandi: 

Börn 6-11 mán 5 mg 
Börn 12-23 mán 5 mg 
Börn 2-5 ára 6 mg 
Börn 6-9 ára 7 mg  
Strákar 10-13 ára 11 mg
Strákar 14-17 ára 12 mg
Karlar ≥18 ára 9 mg
Stelpur 10-13 ára 8 mg
Stelpur 14-17 ára 9 mg
Konur ≥18 ára 7 mg
Konur á meðgöngu 9 mg
Konur með barn á brjósti 11 mg 

* Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS ekki alltaf sagt  til um einstaklingsbundnar þarfir.